Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Sjóðurinn sem kostaði okkur mest

sparisjodur_vef.jpg
Auglýsing

Spari­sjóð­ur­inn í Kefla­vík virð­ist, sam­kvæmt skýrslu rann­sókn­ar­nefndar um spari­sjóð­ina, hafa verið einna verst rek­inn allra spari­sjóð­anna. Vaxta­munur hans var til að mynda oft­ast lægri en hjá öllum hinum sjóð­un­um, útlán hans virð­ast hafa verið ótrú­lega illa und­ir­byggð, afkoma sjóðs­ins var nán­ast ein­vörð­ungu bundin við gengi hluta­bréfa sem hann átti og sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara að rann­saka nokkur mál tengd hon­um.

Vegna þess­ara þátta var afkoma sjóðs­ins af kjarna­rekstri nei­kvæð frá árinu 2003 og fram að þeim degi þegar hann féll. Sam­tals nam tapið 30 millj­örðum króna, en þorri þeirrar upp­hæðar kom til á árunum 2008 og 2009. Til að setja slakan und­ir­liggj­andi rekstur sjóðs­ins í sam­hengi nam tap af kjarna­rekstri hans, hefð­bund­inni banka­starf­semi, 700 millj­ónum króna á árinu 2006 þrátt fyrir að kynntur hagn­aður fyrir skatta væri tæpir 5,6 millj­arðar króna.

almennt_24_04_2014

Vildi vera litla lestin sem gatEf ein­hver spari­sjóð­anna vildi fá að vera litla lestin sem gat þá var það Spari­sjóð­ur­inn í Kefla­vík. Sam­kvæmt skýrslu rann­sókn­ar­nefndar um starf­semi spari­sjóð­anna fimm­­föld­uð­ust eignir hans á fimm árum og námu sam­tals 98 millj­örðum króna í lok árs 2008. Tvennt skipti mestu máli fyrir þennan vöxt: útlán sjóðs­ins höfðu fimm­fald­ast á tíma­bil­inu og virði hluta­bréfa, að mestu óbein eign í Existu í gegnum fjár­fest­ing­ar­fé­lagið Kistu og í Ice­bank/­Spari­sjóða­bank­an­um, hækk­aði mik­ið. Í árs­lok 2006 voru til dæmis nærri 70 pró­sent af öllu eigin fé spari­sjóðs­ins bundin í hluta­bréfum í Existu, ann­að­hvort beint eða óbeint. Þá voru ótalin áhrif Existu í Spari­sjóða­bank­an­um, sem spari­sjóð­ur­inn átti tólf pró­sent í.

Auk þess yfir­tók sjóð­ur­inn nokkra minni sjóði víða um land, sem leiddi til þess að eigna­safnið stækk­aði.

Þetta er örstutt brot úr ítar­legri umfjöllun Kjarn­ans um Spari­sjóð­inn í Kefla­vík út frá skýrslu rann­sókn­ar­nefndar um starf­semi spari­sjóð­anna. Lestu hana i heild sinni hér.

Auglýsing

Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Andri Thorsson., þingmaður Samfylkingarinnar.
Ekki hægt að stilla saman strengi með Miðflokki
Þingmaður Samfylkingar segir að sameiginlegir strengir séu milli hans flokks, Pírata og Viðreisnar. Það sé hins vegar ekki hægt að stilla saman strengi með Miðflokknum vegna þess að engir sameiginlegir strengir séu til staðar.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabankann skorti þekkingu á hættumerkjum við peningaþvætti
Mikil áhætta á peningaþvætti fylgdi fjármagnshöftum á Íslandi og þeim leiðum sem valdar voru til að losa um þau. Seðlabanki Íslands þarf að grípa til margháttaðra aðgerða til að draga úr þeirri áhættu, nú nokkrum árum eftir að höftum var að mestu aflétt.
Kjarninn 19. september 2019
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og ein af flutningsmönnum tillögunnar.
Vilja gera jarðakaup leyfisskyld
Þingmenn Framsóknarflokksins leggja til að jarðakaup verði gerð leyfisskyld hér á landi í nýrri þingsályktunartillögu. Markmið tillögunnar er að tryggja eignarhald landsmanna á jörðum á Íslandi og skapa þannig tækifæri til heilsársbúsetu í dreifbýli.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiKjarninn
None