Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Sparisjóðaskýrslan: 21 mál er geta varðað fangelsi tilkynnt til Ríkissaksóknara

9953391193_dcb3dc5db4_o-2.jpg
Auglýsing

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna var afhent forseta Alþingis í dag, en nefndin var skipuð í ágúst 2011. Á sama tíma var skýrslan afhent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, sem fjallaði um efni og niðurstöður skýrslunnar á fundi sínum í kjölfarið.

Rannsóknarnefnd Alþingis kynnir nú niðurstöður skýrslunnar fyrir blaðamönnum, en skýrslan er í sjö bindum og telur hátt í tvö þúsund blaðsíður. Á blaðamannafundinum upplýsti Hrannar Már S. Hafberg formaður rannsóknarnefndarinnar að 21 mál hafi verið tilkynnt til Ríkissaksóknara. Þau ákvæði laga sem málin snerta geta öll varðað fangelsisrefsingu. Rannsóknarnefndin tók þá ákvörðun að nafngreina ekki viðkomandi né lýsa atvikum nánar í viðkomandi málum. Þá hefur Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari upplýst að um 10 mál tengd sparisjóðunum hafi komið hinn á borð embættisins.

Samkvæmt 4. mgr. 5. gr. laga nr. 68/2011 um rannsóknarnefndir ber rannsóknarnefnd Alþingis að tilkynna ríkissaksóknara ef grunur vaknar við rannsókn nefndarinnar um refsiverða háttsemi og tekur hann ákvörðun um hvort rannsaka beri málið í samræmi við lög um meðferð sakamála. Nefndin hefur ekki á hendi sakamálarannsókn.

Auglýsing

Af þeim málum sem þegar hafa verið til rannsóknar og tengjast málefnum sparisjóðanna, hefur tveimur verið lokið með þremur dómum Hæstaréttar, auk þess sem einum héraðsdómi hefur verið áfrýjað til réttarins. Hæstaréttardómarnir sem rannsóknarnefndin vísar til tengjast Exeter-málinu svokallaða þar sem Ragnar Z. Guðjónsson fyrrverandi sparisjóðsstjóri Byrs, Jón Þorsteinn Jónsson fyrrverandi stjórnarformaður sparisjóðsins og Styrmir Þór Bragason fyrrverandi forstjóri MP-Banka hlutu þunga fangelsisdóma, og tveggja og hálfs árs fangelsisdómur yfir Viggó Þóri Þórissyni fyrrverandi framkvæmdastjóra Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna fyrir tilraun til fjársvika.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiKjarninn
None