Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Spes: Innflytjendabörn líklega smituð af Ebólaveirunni

53e038e557e3f.preview.620.jpg
Auglýsing

Repúblikaninn Todd Rokita, sem á sæti í fulltrúadeild bandaríska þingsins, telur að innflytjendabörn frá Mið-Ameríku séu mögulega smituð af Ebólaveirunni.

Þingmaðurinn lét ummælin falla í útvarpsviðtali á dögunum, en Ebólaveiran hefur dregið um átta hundruð manns til bana í Vestur-Afríku á árinu.

Þá fullyrti Rokita í áðurnefndu útvarpsviðtali að almenningi stafaði töluverð heilsufarsógn af því að börnunum væri komið í fóstur hjá bandarískum ættingjum þeirra eða velgjörðarmönnum tímabundið, áður en þau væru send aftur úr landi, eða til frambúðar.

Auglýsing

Engin dæmi eru um að nokkur hafi smitast af Ebólaveirunni á vesturhveli jarðarinnar, og ekkert þeirra ríflega þrjátíu þúsund barna sem komið hefur verið fyrir í fóstur í Bandaríkjunum hefur greinst með veiruna, að því er fram kemur í upplýsingum frá bandarísku Flóttamannastofnuninni.

Þá undirgangast innflytjendabörn ítarlega læknisskoðun og bólusetningu við komuna til Bandaríkjanna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiSpes
None