Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Sumarið sem sýndi alþjóðakerfið hverfa

kristrun-heimis.jpg
Auglýsing

Sjö sumrum eftir að fjár­mála­kerfi heims­ins byrj­aði að riða er sum­arið 2014 orðið jafn afhjúp­andi á bresti þeirra alþjóða­stofn­ana sem und­an­far­inn manns­aldur hafa staðið undir kerfi lög­mætra og frið­samra sam­skipta ríkja og sum­arið 2007 varð afhjúp­andi um alþjóð­legt gang­virki pen­ing­anna.

Við lítum á það sem sjálf­sagða hluti að geta gert hvaða við­skipti sem er með íslenskum greiðslu­kortum í útlönd­um, að sitja örugg í breið­þotum þótt fyrir neðan sé barist á evr­ópsku landi og að vondu kallar heims­ins tapi alltaf – því ríki sem séu „eins og við“ eigi sig­ur­inn ætíð vís­an.

Sum­arið hefur sýnt okkur tóma­rúm sem nær víðar og ristir dýpra en það sem kalda stríðið skildi eftir sig. Með öðrum orð­um: Nú á í vök að verj­ast sú alþjóða­skipan sem reis eftir síð­ari heims­styrj­öld­ina af við­leitni nýs alþjóða­sam­fé­lags til að reisa sið­menn­ingu úr rústum alræð­i­svæð­ing­ar, árás­ar­stríða, útrým­ing­ar­búða og kjarn­orku­vopna­beit­ing­ar.

Auglýsing

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_08_07/44[/em­bed]

Á árunum eftir 1945 urðu til alþjóða­stofn­an­irnar SÞ, AGS, NATO, Norð­ur­landa­ráð, Evr­ópu­ráðið með Mann­rétt­inda­sátt­mála sinn og dóm­stól og efna­hags­banda­lagið sem nú heitir Evr­ópu­sam­band­ið. Við lok kalda stríðs­ins gekk Rúss­land í Evr­ópu­ráðið eins og önnur ríki hins horfna Var­sjár­banda­lags og „stækk­unin til aust­urs“ varð í raun lýs­ing á frið­sam­legri útbreiðslu frelsis og stjórn­ar­skrár­bund­ins lýð­ræðis um alla Evr­ópu.

En hafi vestrið „unn­ið“ kalda stríðið og fyllst sjálfs­trausti til að beita heimslög­reglu­valdi á Balkanskaga og Mið-Aust­ur­löndum á sl. 20 árum er tími þess sjálfs­trausts nú lið­inn. Og hafi kjör Baracks Husseins Obama 2008 eða arab­íska vorið sem hófst 2010 fyllt margt fólk bjart­sýni um lýð­ræð­is- og frið­ar­tíð alþýðu dróg­ust tjöldin snemma fyrir þann glugga gull­inna tæki­færa.

Ein hættan sem jafnan stafar af fjár­mála­kreppum er að af þeim leiði stríðs­á­tök. Hin trausta vissa hverfur og í stað­inn kemur tóma­rúm. Mér verður ávallt minn­is­stætt hvernig Jean Claude Trichet, þá banka­stjóri Seðla­banka Evr­ópu, tók til orða á vor­fundi AGS í Was­hington vorið 2011 „að nú steðj­aði mesta hætta að Evr­ópu frá lokum síð­ari heims­styrj­ald­ar“. Mörgum fannst tveimur árum síðar hættan liðin hjá en slíkar við­var­anir ræt­ast sjaldn­ast bók­staf­lega heldur í annarri útgáfu – senni­lega vegna þess að sam­spil orsaka­sam­heng­is, atburða­rásar og tíma er flókn­ara en nokkur mann­leg spá­dóms­gáfa nær fullum tökum á.

Í ágúst 2008 hófst stríð í Evr­ópu milli Georgíu og Rúss­lands. Ótti ríkja eins og Eist­lands og ann­arra við Eystra­salt var mik­ill en gleymd­ist snar­lega þegar banka­hrun yfir­tóku alla athygli innan við mán­uði frá því að vopna­hlé var samið. Nú er stríðið í Úkra­ínu með Rúss­land sem virkan þátt­tak­anda gengið svo langt að far­þega­þota er skotin nið­ur, hund­ruð manna drepin og það eitt að safna saman jarð­neskum leifum og greftra reyn­ist alþjóða­sam­fé­lag­inu nán­ast um megn. Af hverju?

Í lok des­em­ber 2008 hófust stríðs­að­gerðir Ísra­els á Gaza-­strönd­inni og lauk í jan­úar með ein­hliða vopna­hléi. Ísra­els­her beitti hern­að­ar­legri yfir­burða­stöðu og fjöl­margir almennir borg­arar voru drepn­ir. Skorður sem SÞ, Banda­ríkin og fleiri settu Ísr­ael þá voru sýni­lega nógu rammar til að setja aðgerð­inni mörk í tíma og skot­mörk­um. Nú er aftur herjað á Gaza og 72 klukku­stunda vopna­hlé, sem til­kynnt var af utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, virðir Ísr­ael ekki heldur gerir árás innan tveggja stunda. Skólar Sam­ein­uðu þjóð­anna reyn­ast við­var­andi skot­mörk. Að setja Ísr­ael mörk alþjóða­laga reyn­ist stofn­unum og stór­veldum sem það vilja gera um megn. Af hverju?

Upp­gjör hruns­ins og efna­hag­skrepp­unnar felur í sér á alþjóða­vísu að herj­andi ríki meta ekki ein­ungis hvaða hættur steðji að þeim í varn­ar­skyni heldur hversu langt þau geti gengið óáreitt í sókn­ar­skyni. Stór­skuld­sett ríki í póli­tískri kreppu missa vægi á alþjóða­vett­vangi.

Hér á Íslandi ná fjöl­miðlar alls ekki að miðla því hvernig Rússar og Ísra­els­menn sjá sig sjálf né hvernig for­ystu­fólk þess­ara ríkja skil­greinir mark­mið sín í opin­berri umræðu heima fyr­ir. Af þessu þarf að segja frétt­ir.

Ung­verja­land er dæmi um land sem átti um margt sam­eig­in­leg örlög með Íslandi í hrun­inu. Ríkin fóru jafn­snemma til Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðs­ins og í báðum löndum varð gjald­mið­ils­hrun til þess að skekkja hroða­lega fast­eigna­lán ein­stak­linga tekin í erlendum gjald­miðli. Viktor Urban, for­sæt­is­ráð­herra Ung­verja­lands, er feimn­is­laus fas­isti á valda­stóli í hjarta Evr­ópu, hann styður Pútín og gefur lýð­ræð­is­­kerfi evr­ópskra stofn­ana eins og það leggur sig langt nef. Kreppan sanni að þetta kerfi dugi ekki, þjóð­ríkin þurfi sterk­ari stjórn til að verj­ast efna­hags­á­föll­um. Orð­ræða Urbans er berg­mál frá þriðja ára­tugnum og hann vill vera banda­maður Pútíns.

Á sama tíma minnkar líka lýð­ræð­is­legur stuðn­ingur við þetta kerfi sem fas­ist­inn Urban hafnar og það hvert sem augað eyg­ir. Orð­ræða Urbans um ónýtt kerfi sem hafi ekki ráðið við hag­stjórn­ina og fjár­mála­valdið getur virkað til rök­stuðn­ings hvaða stefnu sem er. Vörum okkur á því!

Alþjóða­lög og skipan byggð á þeim hefur afar sjaldan reynst jafn veik og á þessu sumri. Ísland sem eitt fámenn­asta full­valda ríki heims, eitt af fáum her­lausum aðild­ar­ríkjum SÞ, varið af jað­ar­stöðu sinni um aldir – þarf að vakna til vit­undar um áhrif alls þessa á sig og stöðu sína í heims­þorp­inu. Hingað til lands hefur ekki komið banda­rískur utan­rík­is­ráð­herra frá því fyrir banka­hrun. Hins vegar kom kín­verski Seðla­banka­stjór­inn í sér­staka heim­sókn. Þegar Ísland tók sjálft við fullu for­ræði á eigin vörnum sum­arið 2007 létu Rússar strax reyna á hvar mörk loft­helg­innar yrðu sett með skipu­legu flugi orr­ustu­þotna upp að land­inu. Pól­verjar lán­uðu okkur hins vegar pen­inga haustið 2008 – um leið og Fær­ey­ingar og án skil­yrða. Al-T­hani fjöl­skyldan í Katar hafði í senn áhuga á íslenskum bönkum og póli­tískum lyk­il­hlut­verkum t.d. bæði í Líb­íu­stríð­inu 2011 og inn­byrðis átökum Palest­ínu­manna.

Meðan öllu þessu fer fram er Ísland án heild­stæðrar utan­rík­is­stefnu. Á hvað hyggj­umst við treysta næst þegar á reyn­ir?

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Atli og Elías
Kjarninn 8. júlí 2020
Skjöl sem komu til þinglýsingar í gær hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu ættu að vera tilbúin 28. júlí næstkomandi.
Þriggja vikna bið eftir þinglýsingu
Mikil ásókn í endurfjármögnun og ný íbúðalán hjá bönkunum hefur skapað tímabundið álag. Afgreiðslutími lánanna litast af því en einnig getur þinglýsing tekið nokkrar vikur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Flugfreyjur og flugþjónar fella nýjan kjarasamning
Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning milli félagsins og SA vegna Icelandair. Niðurstaðan var afgerandi. „Mikil vonbrigði,“ segir forstjóri flugfélagsins.
Kjarninn 8. júlí 2020
Ef veiran getur borist í lofti þarf mögulega að hvetja til þess að  nota andlitsgrímur á mannmörgum stöðum og í lokuðum rýmum.
WHO viðurkennir hættu á smiti í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur brugðist við opnu bréfi yfir 200 vísindamanna sem kalla eftir endurskoðun leiðbeininga WHO um að nýja kórónuveiran geti borist í lofti og smitast manna á milli.
Kjarninn 8. júlí 2020
Sjö sóttu um tvö embætti dómara við Landsrétt
Þann 19. júní 2020 auglýsti dómsmálaráðuneytið laus til umsóknar tvö embætti dómara við Landsrétt.
Kjarninn 8. júlí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Leiðin að stafrænu ökuskírteini
Kjarninn 8. júlí 2020
Ungt fólk á ströndinni í Ísrael.
Brúðkaupsveislur urðu að „útungunarstöðvum“ fyrir veiruna
Ísraelar stóðust ekki freistinguna að safnast saman þegar takmörkunum vegna faraldursins var aflétt í lok maí. Opnun bara og stranda eru þó ekki helsta ástæða stórkostlegrar fjölgunar smita síðustu vikur heldur brúðkaupsveislur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn boðar aðför að fjölbreyttri frjálsri fjölmiðlun
Kjarninn 8. júlí 2020
Meira úr sama flokkiPistlar
None