Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Sumarið sem sýndi alþjóðakerfið hverfa

kristrun-heimis.jpg
Auglýsing

Sjö sumrum eftir að fjármálakerfi heimsins byrjaði að riða er sumarið 2014 orðið jafn afhjúpandi á bresti þeirra alþjóðastofnana sem undanfarinn mannsaldur hafa staðið undir kerfi lögmætra og friðsamra samskipta ríkja og sumarið 2007 varð afhjúpandi um alþjóðlegt gangvirki peninganna.

Við lítum á það sem sjálfsagða hluti að geta gert hvaða viðskipti sem er með íslenskum greiðslukortum í útlöndum, að sitja örugg í breiðþotum þótt fyrir neðan sé barist á evrópsku landi og að vondu kallar heimsins tapi alltaf – því ríki sem séu „eins og við“ eigi sigurinn ætíð vísan.

Sumarið hefur sýnt okkur tómarúm sem nær víðar og ristir dýpra en það sem kalda stríðið skildi eftir sig. Með öðrum orðum: Nú á í vök að verjast sú alþjóðaskipan sem reis eftir síðari heimsstyrjöldina af viðleitni nýs alþjóðasamfélags til að reisa siðmenningu úr rústum alræðisvæðingar, árásarstríða, útrýmingarbúða og kjarnorkuvopnabeitingar.

Auglýsing

[embed]http://issuu.com/kjarninn/docs/2014_08_07/44[/embed]

Á árunum eftir 1945 urðu til alþjóðastofnanirnar SÞ, AGS, NATO, Norðurlandaráð, Evrópuráðið með Mannréttindasáttmála sinn og dómstól og efnahagsbandalagið sem nú heitir Evrópusambandið. Við lok kalda stríðsins gekk Rússland í Evrópuráðið eins og önnur ríki hins horfna Varsjárbandalags og „stækkunin til austurs“ varð í raun lýsing á friðsamlegri útbreiðslu frelsis og stjórnarskrárbundins lýðræðis um alla Evrópu.

En hafi vestrið „unnið“ kalda stríðið og fyllst sjálfstrausti til að beita heimslögregluvaldi á Balkanskaga og Mið-Austurlöndum á sl. 20 árum er tími þess sjálfstrausts nú liðinn. Og hafi kjör Baracks Husseins Obama 2008 eða arabíska vorið sem hófst 2010 fyllt margt fólk bjartsýni um lýðræðis- og friðartíð alþýðu drógust tjöldin snemma fyrir þann glugga gullinna tækifæra.

Ein hættan sem jafnan stafar af fjármála­kreppum er að af þeim leiði stríðsátök. Hin trausta vissa hverfur og í staðinn kemur tómarúm. Mér verður ávallt minnisstætt hvernig Jean Claude Trichet, þá bankastjóri Seðlabanka Evrópu, tók til orða á vorfundi AGS í Washington vorið 2011 „að nú steðjaði mesta hætta að Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar“. Mörgum fannst tveimur árum síðar hættan liðin hjá en slíkar viðvaranir rætast sjaldnast bókstaflega heldur í annarri útgáfu – sennilega vegna þess að samspil orsakasamhengis, atburðarásar og tíma er flóknara en nokkur mannleg spádómsgáfa nær fullum tökum á.
Í ágúst 2008 hófst stríð í Evrópu milli Georgíu og Rússlands. Ótti ríkja eins og Eistlands og annarra við Eystrasalt var mikill en gleymdist snarlega þegar bankahrun yfirtóku alla athygli innan við mánuði frá því að vopnahlé var samið. Nú er stríðið í Úkraínu með Rússland sem virkan þátttakanda gengið svo langt að farþegaþota er skotin niður, hundruð manna drepin og það eitt að safna saman jarðneskum leifum og greftra reynist alþjóðasamfélaginu nánast um megn. Af hverju?

Í lok desember 2008 hófust stríðsaðgerðir Ísraels á Gaza-ströndinni og lauk í janúar með einhliða vopnahléi. Ísraelsher beitti hernaðarlegri yfirburðastöðu og fjölmargir almennir borgarar voru drepnir. Skorður sem SÞ, Bandaríkin og fleiri settu Ísrael þá voru sýnilega nógu rammar til að setja aðgerðinni mörk í tíma og skotmörkum. Nú er aftur herjað á Gaza og 72 klukkustunda vopnahlé, sem tilkynnt var af utanríkisráðherra Bandaríkjanna, virðir Ísrael ekki heldur gerir árás innan tveggja stunda. Skólar Sameinuðu þjóðanna reynast viðvarandi skotmörk. Að setja Ísrael mörk alþjóðalaga reynist stofnunum og stórveldum sem það vilja gera um megn. Af hverju?
Uppgjör hrunsins og efnahagskreppunnar felur í sér á alþjóðavísu að herjandi ríki meta ekki einungis hvaða hættur steðji að þeim í varnarskyni heldur hversu langt þau geti gengið óáreitt í sóknarskyni. Stórskuldsett ríki í pólitískri kreppu missa vægi á alþjóðavettvangi.

Hér á Íslandi ná fjölmiðlar alls ekki að miðla því hvernig Rússar og Ísraelsmenn sjá sig sjálf né hvernig forystufólk þessara ríkja skilgreinir markmið sín í opinberri umræðu heima fyrir. Af þessu þarf að segja fréttir.
Ungverjaland er dæmi um land sem átti um margt sameiginleg örlög með Íslandi í hruninu. Ríkin fóru jafnsnemma til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og í báðum löndum varð gjaldmiðilshrun til þess að skekkja hroðalega fasteignalán einstaklinga tekin í erlendum gjaldmiðli. Viktor Urban, forsætisráðherra Ungverjalands, er feimnislaus fasisti á valdastóli í hjarta Evrópu, hann styður Pútín og gefur lýðræðis­kerfi evrópskra stofnana eins og það leggur sig langt nef. Kreppan sanni að þetta kerfi dugi ekki, þjóðríkin þurfi sterkari stjórn til að verjast efnahagsáföllum. Orðræða Urbans er bergmál frá þriðja áratugnum og hann vill vera bandamaður Pútíns.

Á sama tíma minnkar líka lýðræðislegur stuðningur við þetta kerfi sem fasistinn Urban hafnar og það hvert sem augað eygir. Orðræða Urbans um ónýtt kerfi sem hafi ekki ráðið við hagstjórnina og fjármálavaldið getur virkað til rökstuðnings hvaða stefnu sem er. Vörum okkur á því!

Alþjóðalög og skipan byggð á þeim hefur afar sjaldan reynst jafn veik og á þessu sumri. Ísland sem eitt fámennasta fullvalda ríki heims, eitt af fáum herlausum aðildarríkjum SÞ, varið af jaðarstöðu sinni um aldir – þarf að vakna til vitundar um áhrif alls þessa á sig og stöðu sína í heimsþorpinu. Hingað til lands hefur ekki komið bandarískur utanríkisráðherra frá því fyrir bankahrun. Hins vegar kom kínverski Seðlabankastjórinn í sérstaka heimsókn. Þegar Ísland tók sjálft við fullu forræði á eigin vörnum sumarið 2007 létu Rússar strax reyna á hvar mörk lofthelginnar yrðu sett með skipulegu flugi orrustuþotna upp að landinu. Pólverjar lánuðu okkur hins vegar peninga haustið 2008 – um leið og Færeyingar og án skilyrða. Al-Thani fjölskyldan í Katar hafði í senn áhuga á íslenskum bönkum og pólitískum lykilhlutverkum t.d. bæði í Líbíustríðinu 2011 og innbyrðis átökum Palestínumanna.

Meðan öllu þessu fer fram er Ísland án heildstæðrar utanríkisstefnu. Á hvað hyggjumst við treysta næst þegar á reynir?

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiPistlar
None