Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Nígerísk Nígeríubréf frá nígerískum svindlurum

hafsteinn-gunnar.jpg
Auglýsing

Þann 28. jan­úar síð­ast­lið­inn barst mér skeyti á Fés­bók­inni – eitt af þessum skeytum sem póstsíu bók­ar­innar fannst ekki eiga meira erindi við mig en svo að það end­aði í Other-hólf­inu, heim­kynnum hvers konar furðu­legra vina­beiðna frá fram­andi heims­hlutum og svika­pósta frá Vest­ur­-Afr­íku. Þar sýndi póst­sían reyndar fádæma dóm­greind, því mér varð fljót­lega ljóst að mark­mið send­and­ans var það eitt að hafa af mér fé.

Sagan sem send­and­inn hafði að segja er orðin nokkuð sígilt minni í bréfum af þessu tagi; hann sagð­ist heita Okwy og vera lög­fræð­ingur íslensks manns, Ivory Brian Hauks­son, sem lát­ist hefði af slys­förum og skilið eftir sig tölu­verða fjár­muni, um 4,8 millj­ónir Banda­ríkja­dala, á læstum reikn­ingi. Þar sem ég bæri sama ætt­ar­nafn (Hauks­son-ættin á jú víða rætur að rekja) og væri sam­landi skjól­stæð­ings hans að auki væri ég kjör­inn til þess að aðstoða hinn fróma lög­mann við að leysa féð úr bank­an­um. Og að sjálf­sögðu yrði mér ríku­lega umb­unað fyrir við­vik­ið. Takk fyrir túkall.

Ein­hvern tím­ann hefði mér þótt svo­lítið gaman að fá svona póst, jafn­vel skemmt mér stund­ar­korn yfir til­hugs­un­inni um hvort hugs­ast gæti að sagan væri sönn, en eftir að hafa fengið ótelj­andi sam­hljóða bréf í svo til öll tölvu­póst­hólf sem ég held úti fannst mér það ekki lest­urs­ins virði; það var hluti af síbylj­andi áreit­inu sem er orðið óum­flýj­an­legur fylgi­fiskur þess að eiga sér raf­ræna fram­leng­ingu á alnet­inu.

Auglýsing

Eitt sat hins vegar í mér, sem ég á eftir að minn­ast á. Fyrir utan það hvað sagan var ófrum­leg (óvænti arfur fjar­skylda ætt­ingj­ans er sirka­bát elsta lumman í hand­bók Níger­íu­svindlar­ans) sagð­ist Okwy vera frá Tógó – en það er eitt af algeng­ustu upp­runa­ríkjum svindl­pósta á heims­vísu. Ég móðg­að­ist hálf­part­inn yfir þessu metn­að­ar­leysi; hversu mik­ill kjáni hélt hann eig­in­lega að ég væri? Ég hefði þurft að alast upp í umhirðu úlfa­hjarðar til þess að átta mig ekki á því að tölvu­póstur frá ókunn­ugum lög­manni um óvæntan arf frá vest­an­verðri Afr­íku væri eitt­hvað meira en lítið grugg­ug­ur.

Ég bið bara um lág­mark­s­við­leitni, Okwy. Fyrst þú hafðir fyrir því að ljúga til um menntun þína og jafn­vel nafn, búa til sög­una um Ivory Brian og millj­ón­irnar á banka­reikn­ingn­um, af hverju hafð­irðu þá ekki vit á því að segj­ast vera frá ein­hverjum öðrum heims­hluta en vest­ur­strönd Afr­íku? Það hefði kannski ljáð sög­unni örlítið meiri trú­verð­ug­leika ef þú hefðir verið frá Banda­ríkj­unum eða Bret­landi eða Sviss – eða bara flestum lönd­um, öðrum en Tógó.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_07_31/49[/em­bed]

En Okwy er vor­kunn. Svona mis­brestir virð­ast vera nokkuð við­loð­andi aðferða­fræði Níger­íu­svindl­ara. Þrátt fyrir að Níger­íu­bréf sé orðið að sam­heiti yfir svindl­skeyti af ýmsum toga eftir 30 ára langa sögu kemur enn fram í meira en helm­ingi slíkra pósta að send­and­inn komi frá­... Níger­íu! Aðeins einn af hverjum tíu póstum á sér send­anda utan Afr­íku. Það er næstum eins og svindl­ar­arnir vilji ekki að við­tak­and­inn falli í gildr­una. En hvað getur skýrt þessa klúð­ur­s­­legu fram­kvæmd á ann­ars snjallri fjár­öfl­un­ar­við­leitni?

Ekki er það heimska, því sann­ast sagna sýn­ist mér Okwy vera tölu­vert snjall­ari náungi en ég. Alla­vega gæti ég ekki búið til for­rit til þess að leita uppi tug­þús­undir ókunn­ugra tölvu­póst­fanga í ríku lönd­un­um, hvað þá sent þeim öllum sér­snið­inn póst sem leggur út af eft­ir­nafni þeirra, þótt líf mitt lægi við. Ég veit ekki einu sinni hvar ég ætti að byrja, og samt finnst mér ég nokkuð flinkur á hvort tveggja tölvu­póst og Face­book.

Það var ekki fyrr en ég rakst á snilld­ar­lega grein­ingu Cor­mac Her­ley, fræði­manns hjá Microsoft sem hefur rann­sakað tölvu­glæpi og vef­ör­yggi, sem ég átt­aði mig á því að Níger­íu­póstar frá Nígeríu eru alls ekk­ert klúð­ur, heldur snilld­ar­leg leikja­fræði.

Fjölda­póstur á borð þann sem rataði í póst­hólfið mitt er nefni­lega aðeins fyrsta skrefið í lengri veg­ferð, en þannig getur svindl­ar­inn lagt net fyrir óhemju­fjölda fólks með litlum sem engum til­kostn­aði. Það er ekki fyrr en ein­hver hefur sam­band sem svindl­ar­inn þarf að leggja á sig raun­veru­lega vinnu til þess að svara við­kom­andi og sann­færa hann um að láta fé af hendi rakna. Og þar komum við að vanda­mál­inu sem Okwy og félagar hans standa frammi fyr­ir.

Mark­mið hans er alls ekki að fá sem flest við­brögð við póst­un­um, enda er einn helsti vandi stétt­ar­innar fölsk svörun (e. false positi­ves); fólk sem verður for­vitið eftir fyrsta póst­inn og hefur sam­band við svika­hrapp­inn, á við hann sam­skipti sem útheimta tíma og orku en ganga á ein­hverjum tíma­punkti úr skaft­inu og milli­færa á end­anum ekk­ert fé. Nei, það er lítið á slíku fólki að græða. Svika­hrapp­ur­inn vill helst ein­ungis svörun frá hinum trú­gjörnustu, þeim sem eru lík­legir til að láta glepjast og milli­færa á hann fé sama hversu und­ar­leg bón hans kann að virð­ast. Þannig hámarkar hann afrakstur þess tíma sem hann eyðir í sam­skipti við fórn­ar­lömb sín.

En það er erfitt að greina á milli þeirra net­verja sem eru trú­gjarnir og þeirra sem eru grand­var­ir. Þess vegna fundu svik­ar­arnir upp á snilld­ar­legri leið til þess að fá fórn­ar­lömbin sjálf til þess að gefa til kynna hvort þau séu auðginnt. Níger­íu­svindl­ar­arnir vita best sjálfir að eng­inn sem býr yfir­lág­marks­kunn­áttu á tölv­ur, eða kann að nota leit­ar­vél (Google stingur upp á leit­ar­orð­inu scam í hvert sinn sem ein­hver slær upp Niger­i­a), eða á vini og ætt­ingja sem bera hag hans fyrir brjósti myndi nokkurn tím­ann svara Níger­íu­bréfi. Þá stendur eftir nákvæm­lega sá hópur sem hrapp­ur­inn vill kom­ast í sam­band við. Hinir auð­trúa.

Með öðrum orðum hafa Níger­íu­svindl­ar­arnir skýrt mark­mið með því að hafa Níger­íu­bréfið eins ófrum­legt og grun­sam­legt og hægt er; nefni­lega að draga úr falskri svör­un. Heimska eða klaufa­skapur kemur þar hvergi nærri.

Herley dregur þá ályktun að þessi við­leitni þeirra bendi til þess að fölsk svörun sé meiri­háttar veik­leiki í við­skipta­lík­ani Níger­íu­svindl­ara, en stærð­fræði­leg grein­ing sem hann hefur útbúið leiðir í ljós að með því að auka falska svörun vilj­andi (t.d. að eyða tíma þeirra í vit­leysu, eins og útvarps­þátt­ur­inn Tví­höfði gerði með nokkrum til­þrifum um árið) sé hægt að draga veru­lega úr gróða­von svika­hrapp­anna og minnka þar með hvatann til þess að stunda svik­in. Það gæti jafn­vel orðið hluti af skipu­lögðum vörnum við slíku.

Hvað sem verður er í það minnsta ljóst að þeir sem deila Níger­íu­bréfum hlæj­andi á Fés­bók­inni, send­and­anum til háð­ung­ar, eru á villi­göt­um. Okwy er eng­inn aukvisi, heldur leikja­fræð­ingur – og hel­víti snjall. Einmitt þess vegna þarf að passa sig á hon­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur setið að völdum síðan seint á árinu 2017. Hlutfall allra ríkustu landsmanna í heildartekjum þjóðarinnar hefur aukist milli allra ára sem hún hefur setið.
Ríkasta 0,1 prósentið hefur ekki tekið til sín stærri hluta af tekjukökunni síðan 2007
Þær 244 fjölskyldur sem höfðu mestar tekjur á síðasta ári þénuðu alls 36 milljarða króna í fjármagnstekjur á árinu 2021. Það voru 20 prósent af öllum slíkum tekjum sem urðu til á því ári. Hópurinn þénaði 4,2 prósent af öllum tekjum sem urðu til í landinu.
Kjarninn 10. desember 2022
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira úr sama flokkiPistlar
None