Nýjasta bók rithöfundarins og viðskiptablaðamannsins Michael Lewis, Flash Boys: A Wall Street Revolt, hefur vakið harðar deilur um svokölluð háhraðaviðskipti (e. high frquency trading) á bandarískum hlutabréfamarkaði. Á Wall Street líta margir á bókina sem hreina stríðsyfirlýsingu gegn tilvist háhraðaviðskipta og telja söguna ósanngjarnan hálfsannleik. Lewis er einn vinsælasti viðskiptarithöfundur heims og hafði sjálfur sagt að efni bókarinnar væri eldfimt.
Óvíst er þó hvort hann bjóst við því að Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, myndi á útgáfudegi bókarinnar senda frá sér tilkynningu um að viðskipti af þessu tagi séu til rannsóknar. Þótt ekki hafi verið minnst á bókina í fréttatilkynningu FBI sáu flestir þar augljósa tengingu, en FBI greindi frá því að rannsóknin hafi staðið yfir í rúmt ár. Auk þess hefur Eric Schneiderman, ríkissaksóknari New York-fylkis, tjáð sig opinberlega eftir útgáfu bókarinnar og sagt að tilteknir viðskiptahættir háhraðafjárfesta séu til rannsóknar sem möguleg efnahagsbrot.
Þetta er örstutt brot úr skýringu Kjarnans um háhraðaviðskipti. Lestu hana í heild sinni hér.