None
Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Topp 5: Um 100 milljónir Kínverja með sykursýki

8-4-sugar.jpg
Auglýsing

Syk­ur­sýki er vax­andi sjúk­dómur en aukn­ing sjúk­dóms­ins meðal íbúa í Kína á und­an­förnum árum hefur verið ógn­væn­lega hröð. Í skýrslu Alþjóð­legu syku­sýkis­sam­tak­anna (International Diabetes Feder­ation) kemur fram að 98,4 millj­ónir Kín­verja séu nú með syk­ur­sýki en heildar­í­búa­fjöldi í Kína er um 1,4 millj­arð­ar. Árið 2015 er ráð fyrir því gert að 142,7 millj­ónir Kín­verja muni verða með syk­ur­sýki. Í ljósi þess að Kín­verjum er ekki að fjölga, líkt og flestum öðrum þjóð­um, þá er vöxtur syk­ur­sýki í land­inu gríð­ar­lega mik­ill. Gert er ráð fyrir að Kín­verjar verði svipað margir árið 2035 og þeir eru nú eða jafn­vel lítið eitt færri, sam­kvæmt mann­fjölda­spá Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Sykursýki er sjúk­dóm­ur, sem gerir það að verkum að syk­ur­magnið (þrúgu­syk­ur­/glúkósi) í blóð­inu er meira en venju­lega, sam­kvæmt hefð­bund­inni ein­faldri skil­grein­ingu. Rann­sóknir á syk­ur­sýki hafa sýnt mikil tengsl milli lífstíls ein­stak­linga og syk­ur­sýki. Því óholl­ari lífstíll, það er lítil hreyf­ing og óhollt óhóf­legt matar­æði, því meiri líkur eru á syk­ur­sýki.

Sé horft til þeirra fimm þjóða sem eru með flesta syk­ur­sýkis­sjúk­linga, þá koma Ind­verjar næst á eftir Kína með 65,1 milljón syk­ur­sjúkra. Eins og búast má við eru fjöl­menn­ustu ríki heims­ins á lista þeirra 5 þjóða sem eru með flesta syk­ur­sjúkra, en spáin fyrir 2035 gerir ráð fyrir tölu­vert mik­illi fjölgun þeirra sem grein­ast með syk­ur­sýki.

Auglýsing

Topp 5 listi yfir íbúa þjóða sem þjást af syk­ur­sýkir, og hvernig staðan mun líta út árið 2035, sam­kvæmt spá, má sjá hér að neð­an.

  1. Kína (1,4 millj­arðar íbúa) - 98,4 millj­ónir syk­ur­sjúkra - 142,7 millj­ónir syk­ur­sjúkra árið 2035.

  2. Ind­land (1,2 millj­arðar íbúa) - 65,1 millj­ónir syk­ur­sjúkra - 109 millj­ónir 2035.

  3. Banda­ríkin (330 millj­ónir íbúa) - 24,4 millj­ónir syk­ur­sjúkra - 29,7 millj­ónir 2035.

  4. Brasilía (203 millj­ónir íbúa) - 11,9 millj­ónir syk­ur­sjúkra - 19,2 millj­ónir 2035.

  5. Rúss­land (146 millj­ónir íbúa) - 10,9 millj­ónir syk­ur­sjúkra - 11,2 millj­ónir 2035.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki talin þörf á að skima tónleikagesti aftur síðar í vikunni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki alveg öruggt, en þó mjög líklegt, að ef einhver tónleikagestur hafi smitast í Hörpu á föstudag myndi smitið finnast í skimun í dag. Ekki er talin þörf á tvöfaldri skimun hópsins.
Kjarninn 8. mars 2021
Færeyska Kringvarpið birtir annað kvöld heimildaþátt sem ber nafnið Teir ómettiligu og fjallar m.a. um hvernig rannsókn á meintum brotum Samherjasamstæðunnar í Namibíu teygir sig til Færeyja.
Íslenskir rannsakendur hafa aflað upplýsinga um þrjú félög tengd Samherja í Færeyjum
Færeyski skatturinn staðfestir við Kringvarpið að íslenskir rannsóknaraðilar hafi óskað eftir liðsinni vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum. Félögin sem íslensk yfirvöld spurðust fyrir um eru öll í slitameðferð.
Kjarninn 8. mars 2021
Ólafur Arnalds
Ljósglæta í þokumóðu sauðfjárstyrkja
Kjarninn 8. mars 2021
Taka þurfi af vafa um nýtingarrétt á náttúruauðlindum í stjórnarskrárfrumvarpi
Að mati ASÍ þarf að gera breytingar á frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar til þess að taka af allan vafa um nýtingarrétt auðlinda náttúru Íslands. Sambandið sér hvorki ástæðu til að stytta kjörtímabil forseta né takmarka embættistíma.
Kjarninn 8. mars 2021
Tvær milljónir barna í Englandi sneru aftur í skólann í morgun.
Börn í Englandi aftur í skólann en hluti ítalskra barna sendur heim
Faraldurinn sendir ýmist kaldar eða hlýjar kveðjur um Evrópu nú í upphafi nýrrar viku. Í sumum löndum er verið að aflétta takmörkunum en í öðrum er enn verið að herða.
Kjarninn 8. mars 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?
Kjarninn 8. mars 2021
Lítið eftir af veiðigjöldunum þegar búið er að standa straum af eftirliti og rannsóknum
Heildarútgjöld ríkissjóðs vegna eftirlits og rannsókna vegna fiskveiða og -vinnslu munu líklega nema um 7 milljörðum króna á þessu ári. Árin 2015-2020 voru álögð veiðigjöld að meðaltali 7,4 milljarðar á verðlagi ársins 2020.
Kjarninn 8. mars 2021
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
107 í sóttkví – sjö í einangrun
Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiTopp 5
None