Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Topp 5: Mark Eiðs Smára fyrir 10 árum sögulegt

Eidug.jpg
Auglýsing

Eftir um tæpan klukku­tíma hefst leikur Chel­sea og Man. Utd. á Old Traf­ford. Þetta er sann­kall­aður stór­velda­slag­ur, þó Chel­sea hafi byrjað leik­tíð­ina mun bet­ur. Chel­sea er í efsta sæti með tíu stigum meira en Man. Utd., 22 stig, en bæði lið hafa leikið átta leiki. Man. Utd., sem er með tólf stig, getur kom­ist einu stigi ofar en Liver­pool en þessir fornu stór­velda­fjendur eru í 7. og 8. sæti deild­ar­inn­ar, Liver­pool með fjórtán stig en Man. Utd. með tólf, eins og áður sagði.

Leikir Chel­sea og Man. Utd. hafa í gegnum tíð­ina verið hin besta skemmt­un, og hafa mörg sögu­leg og glæsi­leg mörk verið skoruð í þeim. Kjarn­inn skoð­aði fimm eft­ir­minni­legar viður­eignir þess­ara liða, og eft­ir­minni­leg atriði úr þeim.

5. Eiður Smári Guðjohn­sen skorar 2004/2005Þetta er ekki fal­leg­asta mark sem hefur verið skor­að, svo mikið er víst. En sig­ur­inn var sögu­legur á margan hátt. Jose Mour­inho var þarna að stýra Chel­sea í fyrsta skipti í deild­ar­leik, þar sem þetta var fyrsti leikur tíma­bils­ins. Didier Drogba var einnig að spila sinn fyrsta leik. Markið kom eftir skalla­send­ingu frá Drogba á Eið Smára.

https://www.youtu­be.com/watch?v=t­f-lyJZA­MJw

Auglýsing

4. Ótrú­legur leikur Crist­i­ano Ron­aldoMan. Utd. var með magnað lið leik­tíð­ina 2008/2009. Þar fór fremstur meðal jafn­ingja Crist­i­ano Ron­aldo. Í leiknum gegn Chel­sea héldu honum engin bönd, og er þá ekki sér­stak­lega litið til marka eða stoðsend­inga. Heldur var alhliða­leikur hans með ólík­ind­um. Hann lék sér að varn­ar­mönnum Chel­sea og dældi bolt­anum inn í teig­inn allan leik­inn.

https://www.youtu­be.com/watch?v=l­vOp­upa5WpI

3. Rautt spjald og slags­mál í úrslita­leik Meist­ara­deild­ar­innar 2008Man. Utd. vann úrslita­leik­inn gegn Chel­sea, eftir mik­inn bar­áttu­leik, fram­leng­ingu og víta­spyrnu­keppni. Í fram­lengin­unni sauð upp úr og Didier Drogba var rek­inn af velli. Leik­menn Chel­sea heimt­uðu Argent­ínu­mann­inn Car­los Tevez af velli.

https://www.youtu­be.com/watch?v=LwwEWn­l0seI

2. 5-3 sigur Man. Utd. gegn Chel­sea 1995Marka­súpan frá 1995 gleym­ist seint. Þarna var David Beck­ham meðal ann­ars í ess­inu sínu. Og hinn van­metni Andy Cole, sem enska lands­liðið not­aði lítið sem ekk­ert, þó hann hefði aug­ljós­lega átt að vera þar lyk­il­maður árum sam­an.

https://www.youtu­be.com/watch?v=JRF­hgz8rwe4

1. 5-4 sigur Chel­sea í deild­ar­bik­arnum 2012Önnur marka­súpa, örlítið nær okkur í tíma, frá árinu 2012 í deild­ar­bik­arn­um, gleym­ist ekki svo glatt. Mörkin í leiknum voru sér­lega glæsi­leg og margir ungir menn minntu á sig í leikn­um, og sýndu hvað þeir gátu. Þar á meðal Daniel Sturridge, sem nú er í fram­línu Liver­pool, og Belg­inn Eden Haz­ard, sem átti frá­bæran leik. Einn maður dró síðan vagn­inn fyrir Man. Utd. og var eins og ung­lamb í fram­leng­ing­unni. Hinn tæp­lega fer­tugi, á þessum tíma, Ryan Giggs.

https://www.youtu­be.com/watch?v=LwwEWn­l0seI

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiTopp 5
None