Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Topp 5: Vinsælustu ferðamannalönd heims

ferdamenn.jpg
Auglýsing

Hinn sífellt vax­andi ferða­manna­straumur sem liggur til Íslands hefur vart farið fram­hjá nein­um. Fjöldi erlendu gest­anna sem ákveða að heim­sækja okkar harð­býlu, hrjúfu en stór­kost­lega fal­legu eyju hefur farið úr því að vera 248.580 árið 2002 í að verða 781.016 í fyrra. Þá náði ferða­manna­iðn­að­ur­inn líka að verða stærsta útflutn­ings­stoð þjóð­ar­innar þegar hann náði í 275 millj­arða króna í tekj­ur, eða 26,8 pró­sent af öllum útlutn­ings­tekjum Íslands það árið. Þar með tók ferða­manna­iðn­að­ur­inn fram úr sjáv­ar­út­vegi (25,5 pró­sent) og áliðn­að­inum (21 pró­sent).

Áríð í ár mun síðan slá öll met. Í lok ágúst voru ferða­menn­irnir þegar orðir um 700.000 tals­ins og ljóst að heild­ar­fjöld­inn mun verða enn meiri en í fyrra. Margir hafa miklar áhyggjur af þess­ari hröðu aukn­ingu og telja að inn­viðir muni ekki þola mikið meiri ágang. En hvar stendur Ísland í sam­an­burði við stærstu ferða­manna­lönd heims­ins?

5. Ítalía (47,7 millj­ónir gesta)Colosseum_in_Rome,_Italy_-_April_2007

Það kemur lík­ast til fæstum á óvart að Ítalía sé einn vin­sæl­asti áninga­staður ferða­manna í heim­in­um. Landið er enda ríkt af stór­brot­inni sögu, mögn­uðum mann­virkj­um, ríkri mat­ar­hefð og auð­vitað þrælfínu veð­ur­fari. Róm, Fen­eyj­ar, Flór­ens og allir hinir stað­irnir í stig­véla-land­inu trekktu að 47,7 millj­ónir ferða­manna á árinu 2013.

Auglýsing

4. Kína (55,7 millj­ónir gesta)great wall of china

Ris­inn í Asíu er líka lang­vin­sælasta ferða­manna­land álf­unn­ar. Þangað komu 55,7 millj­ónir manna í fyrra, eða um 29 milljón fleiri en heim­sóttu Tæland, sem er í öðru sæti yfir vin­sælasta ferða­manna­landið í Asíu. Kína­m­úr­inn, menn­ingin og blóði drifin sagan hjálp­ast öll að við að draga upp­lif­un­ar­þyrsta túrista til Kína. Það verður þó að telj­ast áhyggju­efni fyrir Kína að ferða­mönnum fækk­aði um tvær millj­ónir á milli ára.

3. Spánn (60,7 millj­ónir gesta)barcelona

Spán­verjar hafa upp­lifað miklar efna­hags­legar hremm­ingar frá því að alþjóð­lega fjár­málakreppan skall á árið 2008. Atvinnu­leysi ungs fólks hefur til að mynda verið vel á þriðja tug pró­sent. Það sem hefur bjargað land­inu frá enn verri útreið er gríð­ar­legur áhugi þeirra sem búa þar ekki að heim­sækja sól­ríkar strend­urnar á Suð­ur­-­Spáni, hina æðis­legu Barcelona-­borg eða suðu­pott­inn Madrid. Ferða­mönnum sem heim­sóttu Spán fjölg­aði um 3,2 millj­ónir í fyrra og voru alls 60,7 millj­ón­ir.

2. Banda­ríkin (69,8 millj­ónir gesta)grandcanyon

Banda­ríkin eru ekki bara valda­mesta ríki heims, heldur lika næst vin­sæl­asti áninga­staður ferða­manna hans. Alls komu 69,8 millj­ónir manna til ríkj­anna 50 á árinu 2013, sem var rúmum þremur millj­ónum fleiri en árið áður. Það verður að telj­ast dágóður árangur hjá ríki sem reynir að vera eins frá­hrind­andi í örygg­is­leit­inni á alþjóða­flug­völlum þjóð­ar­innar og mögu­legt er.

1. Frakk­land (84,7 millj­ónir gesta)??????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????

Par­ís, Riví­er­an, vín­héröð­in, strend­urnar og allt hitt sem gerir Frakk­land æðis­legt varð til þess að 84,7 millj­ónir manna heim­sóttu landið heim á árinu 2013. Það er 15 millj­ónum fleiri en þeir sem fóru til Banda­ríkj­anna.  Ferða­menn­irnir sem settu met í að heim­sækja Ísland í fyrra eru ein­ungis eitt pró­sent af þeim sem fara til Frakk­lands árlega. Snobbuðu bagu­et-æt­urnar eru því sann­ar­lega að gera eitt­hvað rétt.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiTopp 5
None