Allt stefnir í að Dagur B. Eggertsson verði næsti borgarstjóri Reykjavíkur, en honum er mikið í mun að gengið verði frá meirihlutasamstarfi Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, VG og Pírata áður en HM í fótbolta hefst í Brasilíu hinn 12. júní næstkomandi. Dagur hefur reynslu af því að vera borgarstjóri, eða hefur að minnsta kosti fengið smjörþefinn af því, er hann var borgarstjóri í rúma þrjá mánuði á árunum 2007 til 2008. Í tilefni af fyrirhuguðum borgarstjóraskiptum í Reykjavík rifjar Kjarninn upp fimm eftirminnilegustu borgarstjóranna í höfuðborginni.
3. Ólafur F. Magnússon
Án efa er Ólafur F. Magnússon einn skrautlegasti borgarstjóri Reykvíkinga fyrr og síðar. Eftir að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sprakk í kjölfar REI málsins komst Ólafur allt í einu í kjöraðstöðu og varð borgarstjóri öllum að óvörum. Hans verður helst minnst fyrir sýklafælni, einn vandræðalegasta blaðamannafund á síðari árum, meint geðheilsuleysi og persónulegar lýðskrumskrossferðir í andstöðu við samstarfsflokkinn, sem varð auðvitað til þess að honum var sparkað.
Sjáðu topp fimm listann í heild sinni í nýjasta Kjarnanum hér.
Auglýsing