Allt stefnir í að Dagur B. Eggertsson verði næsti borgarstjóri Reykjavíkur, en honum er mikið í mun að gengið verði frá meirihlutasamstarfi Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, VG og Pírata áður en HM í fótbolta hefst í Brasilíu hinn 12. júní næstkomandi. Dagur hefur reynslu af því að vera borgarstjóri, eða hefur að minnsta kosti fengið smjörþefinn af því, er hann var borgarstjóri í rúma þrjá mánuði á árunum 2007 til 2008. Í tilefni af fyrirhuguðum borgarstjóraskiptum í Reykjavík rifjar Kjarninn upp fimm eftirminnilegustu borgarstjóranna í höfuðborginni.
2. Davíð Oddsson
Ráðhús Reykjavíkur og Perlan eru mannvirki sem byggð voru í tíð Davíðs Oddssonar, þáverandi borgarstjóra. Hann gegndi stöðu borgarstjóra árin 1982 til 1991 og er án efa einn af eftirminnilegustu borgarstjórum Reykjavíkur. Hann var fyrsti hægrisinnaði borgarstjórinn sem byggði veitingahús sem snýr kvöldverðargestum í hring á kostnað skattborgaranna. Grafarvogurinn myndaðist og byggðist upp í tíð hans og Kringlan blómstraði. Athafnasamur borgarstjóri sem átti eftir að gera alls konar hluti.
Sjáðu topp fimm listann í heild sinni í nýjasta Kjarnanum hér.
Auglýsing