Allt stefnir í að Dagur B. Eggertsson verði næsti borgarstjóri Reykjavíkur, en honum er mikið í mun að gengið verði frá meirihlutasamstarfi Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, VG og Pírata áður en HM í fótbolta hefst í Brasilíu hinn 12. júní næstkomandi. Dagur hefur reynslu af því að vera borgarstjóri, eða hefur að minnsta kosti fengið smjörþefinn af því, er hann var borgarstjóri í rúma þrjá mánuði á árunum 2007 til 2008. Í tilefni af fyrirhuguðum borgarstjóraskiptum í Reykjavík rifjar Kjarninn upp fimm eftirminnilegustu borgarstjóranna í höfuðborginni.
5. Þórólfur Árnason
Eftir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir valdi að bjóða sig fram til þingmennsku, eftir að hafa verið stillt upp við vegg af samstarfsflokkunum í R-listanum, var Þórólfur Árnason skipaður borgarstjóri í Reykjavík 1. febrúar 2003. Þórólfur þótti standa sig ágætlega í starfi, þótt litlaus hafi verið. Hans verður þó helst minnst fyrir að vera fyrsti borgarstjórinn sem sagði af sér, eftir að upp komst um aðild hans að stóra olíusamráðsmálinu á meðan hann vann hjá Olíufélaginu. Þórólfur sagði af sér 30. nóvember 2004.
Sjáðu topp fimm listann í heild sinni í nýjasta Kjarnanum hér.