Allt stefnir í að Dagur B. Eggertsson verði næsti borgarstjóri Reykjavíkur, en honum er mikið í mun að gengið verði frá meirihlutasamstarfi Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, VG og Pírata áður en HM í fótbolta hefst í Brasilíu hinn 12. júní næstkomandi. Dagur hefur reynslu af því að vera borgarstjóri, eða hefur að minnsta kosti fengið smjörþefinn af því, er hann var borgarstjóri í rúma þrjá mánuði á árunum 2007 til 2008. Í tilefni af fyrirhuguðum borgarstjóraskiptum í Reykjavík rifjar Kjarninn upp fimm eftirminnilegustu borgarstjóranna í höfuðborginni.
1. Jón Gnarr
Besti flokkurinn hans kom, sá og sigraði í sveitarstjórnarkosningunum 2010. Gamli fjórflokkurinn vissi þá ekki sitt rjúkandi ráð um hvernig ætti að tækla Jón Gnarr, sem jós út kosningaloforðum sem hann tilkynnti jafnóðum að hann ætlaði ekki að standa við. Hans verður helst minnst sem borgarstjórans sem óx hvað mest í starfi. Í fyrstu kom hann fyrir eins og álfur út úr hól, en honum óx fiskur um hrygg þegar á leið og hann nýtti stöðu sína sem borgarstjóri til að berjast fyrir mannréttindum á ýmsum vígstöðum. Jón virtist aldrei almennilega ná tökum á starfinu en það sem er kannski hvað eftirminnilegast við hann er að það virtist ekki skipta íbúa höfuðborgarinnar neinu máli.
Sjáðu topp fimm listann í heild sinni í nýjasta Kjarnanum hér.
Auglýsing