Ríkisstjórnir fá umboð til að hrinda stefnumálum sínum í framkvæmd eftir að kosningum er lokið. Þeim er einnig falið að koma fram fyrir hönd þjóðar og taka aðrar ákvarðanir sem kannski voru ekki fyrirséðar þegar talið var upp úr kjörkössunum. En oft á tíðum snúast verk ríkisstjórna mun meira um að hrinda málum í framkvæmd sem lítið eða ekkert var rætt um í aðdraganda kosninga. Og þau mál sem sannarlega var rætt um í baráttunni verða útvötnuð þegar þau loks rata á framkvæmdastig. Kjarninn tók saman þau fimm frumvörp sitjandi ríkisstjórnar sem hafa valdið mestum deilum.
5 Náttúruverndarlög felld úr gildi
Rétt fyrir þinglok vorið 2013 voru samþykkt ný náttúruverndarlög og áttu þau að taka gildi 1. apríl 2014. Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, tilkynnti í september sama ár að hann hygðist afturkalla lögin og leggja fram nýtt frumvarp síðar, meðal annars eftir að hafa samráð við hagsmunaaðila. Þetta olli miklum deilum og á endanum náðist sátt í umhverfis- og samgöngunefnd um að ganga frá nefndaráliti þar sem gildistöku laganna var frestað til 1. júlí 2015 í stað þess að þau yrðu felld úr gildi. Þessi sögulega sátt reyndist þó ekki nóg til að friða marga umhverfisverndarsinna og í mars síðastliðnum hlóðu hin heimsfrægu Björk, Patti Smith og leikstjórinn Darren Aronofsky í vitundarvakningar- og fjáröflunartónleika í Hörpu ásamt fjölda annarra íslenskra listamanna vegna málsins. Ein krafa hópsins var að lögin tækju gildi 1. apríl. Við henni var ekki orðið.
Lestu topp fimm listann í heild sinni í nýjasta Kjarnanum hér.