Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Topp fimm: umdeildustu frumvörp og tillögur

a.almynd-3.jpg
Auglýsing

Rík­is­stjórnir fá umboð til að hrinda stefnu­málum sínum í fram­kvæmd eftir að kosn­ingum er lok­ið. Þeim er einnig falið að koma fram fyrir hönd þjóðar og taka aðrar ákvarð­anir sem kannski voru ekki fyr­ir­séðar þegar talið var upp úr kjör­köss­un­um. En oft á tíðum snú­ast verk rík­is­stjórna mun meira um að hrinda málum í fram­kvæmd sem lítið eða ekk­ert var rætt um í aðdrag­anda kosn­inga. Og þau mál sem sann­ar­lega var rætt um í bar­átt­unni verða útvötnuð þegar þau loks rata á fram­kvæmda­stig. Kjarn­inn tók saman þau fimm frum­vörp sitj­andi rík­is­stjórnar sem hafa valdið mestum deil­um.

almennt_10_04_2014

5 Nátt­úru­vernd­ar­lög felld úr gildi

Auglýsing

Rétt fyrir þing­lok vorið 2013 voru sam­þykkt ný nátt­úru­vernd­ar­lög og áttu þau að taka gildi 1. apríl 2014. Sig­urður Ingi Jóhanns­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, til­kynnti í sept­em­ber sama ár að hann hygð­ist aft­ur­kalla lögin og leggja fram nýtt frum­varp síð­ar, meðal ann­ars eftir að hafa sam­ráð við hags­muna­að­ila. Þetta olli miklum deilum og á end­anum náð­ist sátt í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd um að ganga frá nefnd­ar­á­liti þar sem gild­is­töku lag­anna var frestað til 1. júlí 2015 í stað þess að þau yrðu felld úr gildi. Þessi sögu­lega sátt reynd­ist þó ekki nóg til að friða marga umhverf­is­vernd­ar­sinna og í mars síð­ast­liðnum hlóðu hin heims­frægu Björk, Patti Smith og leik­stjór­inn Dar­ren Aronof­sky í vit­und­ar­vakn­ing­ar- og fjár­öfl­un­ar­­tón­leika í Hörpu ásamt fjölda ann­arra íslenskra lista­manna vegna máls­ins. Ein krafa hóps­ins var að lögin tækju gildi 1. apr­íl. Við henni var ekki orð­ið.

Lestu topp fimm list­ann í heild sinni í nýjasta Kjarn­anum hér.

Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Vilja steypa Boris Johnson af stóli
Breska stjórnarandstaðan leitar nú að nýjum þingmanni sem gæti orðið forsætisráðherra Bretlands í stað Borisar Johnson. Jeremy Corbyn telur sig vera manninn í verkið, en ekki eru allir innan stjórnarandstöðunnar á sama máli.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Draumur um landakaup
Einhverjir hafa kannski, til öryggis, litið á dagatalið sl. föstudag þegar fréttir bárust af því að Bandaríkjaforseti hefði viðrað þá hugmynd að kaupa Grænland. Þetta var þó ekki aprílgabb og ekki í fyrsta skipti sem þessi hugmynd skýtur upp kollinum.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir
Ok skiptir heiminn máli
Kjarninn 17. ágúst 2019
Peningastefnunefnd í tíu ár
Gylfi Zoega segir að framtíðin muni leiða í ljós hvort áfram takist að ná góðum árangri eins og hafi verið gert með peningastefnu síðustu 10 ára á Íslandi en reynslan síðasta áratuginn sé samt staðfesting þess að það sé hægt ef vilji sé fyrir hendi.
Kjarninn 17. ágúst 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Nýir tímar á Norðurslóðum?
Kjarninn 17. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiKjarninn
None