Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Topp fimm: umdeildustu frumvörp og tillögur

a.almynd-3.jpg
Auglýsing

Ríkisstjórnir fá umboð til að hrinda stefnumálum sínum í framkvæmd eftir að kosningum er lokið. Þeim er einnig falið að koma fram fyrir hönd þjóðar og taka aðrar ákvarðanir sem kannski voru ekki fyrirséðar þegar talið var upp úr kjör­kössunum. En oft á tíðum snúast verk ríkisstjórna mun meira um að hrinda málum í framkvæmd sem lítið eða ekkert var rætt um í aðdraganda kosninga. Og þau mál sem sannarlega var rætt um í baráttunni verða útvötnuð þegar þau loks rata á framkvæmdastig. Kjarninn tók saman þau fimm frumvörp sitjandi ríkisstjórnar sem hafa valdið mestum deilum.

almennt_10_04_2014

5 Náttúruverndarlög felld úr gildi

Auglýsing

Rétt fyrir þinglok vorið 2013 voru samþykkt ný náttúruverndarlög og áttu þau að taka gildi 1. apríl 2014. Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlinda­ráðherra, tilkynnti í september sama ár að hann hygðist afturkalla lögin og leggja fram nýtt frumvarp síðar, meðal annars eftir að hafa samráð við hagsmuna­aðila. Þetta olli miklum deilum og á endanum náðist sátt í umhverfis- og samgöngunefnd um að ganga frá nefndar­áliti þar sem gildistöku laganna var frestað til 1. júlí 2015 í stað þess að þau yrðu felld úr gildi. Þessi sögulega sátt reyndist þó ekki nóg til að friða marga umhverfisverndarsinna og í mars síðastliðnum hlóðu hin heimsfrægu Björk, Patti Smith og leikstjórinn Darren Aronofsky í vitundar­vakningar- og fjáröflunar­tónleika í Hörpu ásamt fjölda annarra íslenskra listamanna vegna málsins. Ein krafa hópsins var að lögin tækju gildi 1. apríl. Við henni var ekki orðið.

Lestu topp fimm listann í heild sinni í nýjasta Kjarnanum hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiKjarninn
None