Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Topp fimm: umdeildustu frumvörp og tillögur

a.almynd-3.jpg
Auglýsing

Rík­is­stjórnir fá umboð til að hrinda stefnu­málum sínum í fram­kvæmd eftir að kosn­ingum er lok­ið. Þeim er einnig falið að koma fram fyrir hönd þjóðar og taka aðrar ákvarð­anir sem kannski voru ekki fyr­ir­séðar þegar talið var upp úr kjör­köss­un­um. En oft á tíðum snú­ast verk rík­is­stjórna mun meira um að hrinda málum í fram­kvæmd sem lítið eða ekk­ert var rætt um í aðdrag­anda kosn­inga. Og þau mál sem sann­ar­lega var rætt um í bar­átt­unni verða útvötnuð þegar þau loks rata á fram­kvæmda­stig. Kjarn­inn tók saman þau fimm frum­vörp sitj­andi rík­is­stjórnar sem hafa valdið mestum deil­um.

almennt_10_04_2014

5 Nátt­úru­vernd­ar­lög felld úr gildi

Auglýsing

Rétt fyrir þing­lok vorið 2013 voru sam­þykkt ný nátt­úru­vernd­ar­lög og áttu þau að taka gildi 1. apríl 2014. Sig­urður Ingi Jóhanns­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, til­kynnti í sept­em­ber sama ár að hann hygð­ist aft­ur­kalla lögin og leggja fram nýtt frum­varp síð­ar, meðal ann­ars eftir að hafa sam­ráð við hags­muna­að­ila. Þetta olli miklum deilum og á end­anum náð­ist sátt í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd um að ganga frá nefnd­ar­á­liti þar sem gild­is­töku lag­anna var frestað til 1. júlí 2015 í stað þess að þau yrðu felld úr gildi. Þessi sögu­lega sátt reynd­ist þó ekki nóg til að friða marga umhverf­is­vernd­ar­sinna og í mars síð­ast­liðnum hlóðu hin heims­frægu Björk, Patti Smith og leik­stjór­inn Dar­ren Aronof­sky í vit­und­ar­vakn­ing­ar- og fjár­öfl­un­ar­­tón­leika í Hörpu ásamt fjölda ann­arra íslenskra lista­manna vegna máls­ins. Ein krafa hóps­ins var að lögin tækju gildi 1. apr­íl. Við henni var ekki orð­ið.

Lestu topp fimm list­ann í heild sinni í nýjasta Kjarn­anum hér.

Meira úr sama flokkiKjarninn
None