Jólahátíðin er sá tími árs þegar flestir fá tækifæri til að njóta langþráðar stundar með fjölskyldunni. Eftir allt hangikjötsátið og nammigúffið getur verið gott að koma allri fjölskyldunni fyrir í sófanum og setja skemmtilega fjölskyldumynd í tækið. Kjarninn hafði samband við Hrönn Marinósdóttur, framkvæmdastjóra RIFF, og bað hana um að velja fimm uppáhalds jólamyndirnar sínar.
5. Elf - 2003
Eins af þessum klassísku jóla gamanmyndum sem krökkunum í fjölskyldunni finnst líka fyndin.
4. Desember - 2009
Hugljúf mynd sem óhætt er að mæla með. Ein af fáum íslenskum sem hægt er að flokka sem jólamyndir.
3. The Holiday - 2006
Ljómandi fín mynd með góðum leikurum sem kemur mann í rétta jólaskapið.
2. Love Actually - 2003
Það er hefð fyrir því hjá fjölskyldunni að horfa á þessa mynd til að komast í jólaskap. Vel leikin, ljúf og skemmtileg mynd fyrir alla aldurshópa.
1. National Lampoon’s Christmas Vacation- 1989
Hef horft á þessu ótal sinnum og hún fær mig enn til þess að engjast um af hlátri en mér finnst Chevy Chase með betri gamanleikurum.