Útgerðarfyrirtækið Vísir hf. í Grindavík tilkynnti 28. mars síðastliðinn að félagið hygðist hætta með fiskvinnslu á Húsavík, Þingeyri og Djúpavogi og flytja alla starfsemi sína á einn stað í heimabænum Grindavík. Ákvörðunin féll í grýttan jarðveg á öllum stöðunum þremur, en um 50 starfsmenn störfuðu á hverjum stað og vinnustaðirnir voru mikilvægir fyrir sveitafélögin.
Í tilkynningu frá framkvæmdastjóra Vísis, Pétri Hafsteini Pálssyni, vegna aðgerðanna er tekið fram að gripið sé til þessara aðgerða til þess að bregðast við breyttum aðstæðum í rekstrarumhverfi fyrirtækisins.
Ekki bara markaðsaðstæður
Þrátt fyrir að það sé uppgefin ástæða breytinganna hjá Vísi að það þurfi að draga saman seglin til þess að mæta breyttum aðstæðum, ekki síst á alþjóðamörkuðum, spila fleiri ástæður inn í.
Þetta er örstutt útgáfa af umfjöllun um Vísi og ástæðu samdráttarins. Lestu hana í heild sinni í nýjasta Kjarnanum hér.