Hlaðvarpsþátturinn Molar hefur nú bæst í hóp hlaðvarpsþátta í hlaðvarpi Kjarnans. Magnús Halldórsson er umsjónarmaður þáttarins, en Molar bætast við hlaðvarpsstraum Kjarnans alla föstudaga.
Í þáttunum verður fjallað um 5 fréttamola úr liðinni viku, sem ekki endilega stálu fyrirsögnunum, en eru merkilegir fyrir margra hluta sakir. Ýmist er fjallað um erlend eða innlend málefni, en mesta áherslan á viðskipti, stjórnmál og listir.
Í fyrsta þættinum er fjallað um breyttar áherslur hjá smásölurisanum Costco, sem er með höfuðstöðvar í Issaquah í Washington ríki og framleiðir vörur undir merkjum Kirkland, í höfuð heimabæjar Magnúsar og upptökustaðar hlaðvarpsins.
Þá koma spekileki, Grænland, Brexit og ISK, og fasteignamarkaðurinn einnig við sögu.
Molar gefa þér stuttlega innsýn í þau mál sem tekin eru fyrir hverju sinni, og hvers vegna þau eru nógu merkileg til að komast að í 5 fréttamolum hverrar viku.