Freyr Eyjólfsson keyrir um Balkanskagann og veltir fyrir sér flóttamönnum, landinu, fólkinu, sögunni, stríðinu og furðulegum staðreyndum. Balkanskaginn þjónaði sem anddyri til Evrópu fyrir fjölda flóttamanna frá Sýrlandi. En nú hafa ríkin á Balkanskaga skellt í lás og flóttafólkið kemst ekki lengur um löndin. Freyr ók þarna um og segist ekki hafa kynnst annari eins landamæragæslu síðan í Kalda stríðinu.