Frakkar kusu sér forseta í dag. Hvort sem það verður Emmanuel Macron eða Marine Le Pen sem verður fyrir valinu þá eru kosningarnar nokkuð merkilegar í sögu Evrópu.
Freyr Eyjólfsson og Árni Snævarr fengu sér labbitúr um París í gær og ræddu frönsku forsetakosningarnar. Þeir eru sammála um að þessar kosningar séu allt öðruvísi en aðrar kosningar í Frakklandi. Árni fylgdist einnig með forsetakosningunum 2002 þar sem Jacques Chirac og Jean-Marie Le Pen tókust á um forsetatitilinn.