Hamida Djandoubi, fæddist í Alsír 1949 en fluttist til Marseilles í Frakklandi 19 ára gamall. Hann er einn þeirra fjölmörgu sem neyddust til þess að yfirgefa heimaland sitt í kjölfar Alsírstríðsins.
Þetta stríð er ljótur blettur í sögu Frakklands. Alsíringar fóru að krefjast sjálfstæðis eftir hryllilega nýlendustefnu Frakka. Stríðið var mannskætt og dýrt og olli því á endanum að fjórða lýðveldið var lagt niður í Frakklandi.
Djandoubi var dæmdur til dauða fyrir að pynta og ræna fyrrverandi kærustu sinni. Þegar dómnum var fullnægt, varð hann síðasti maðurinn til þess að vera tekinn af lífi í Vestur-Evrópu. Hann er einnig síðasti maðurinn í þessum heimshluta sem lagðist undir fallöxina árið 1977.