Í Veraldarvarpinu er farið yfir liðna viku í erlendum fréttum. Í öðrum þætti vetrarins er farið um víðan völl. Atburðir liðinnar viku í Bandaríkjunum eru gerðir að sérstöku umtalsefni enda var bæði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í vikunni þar sem Trump fór mikinn og Brett Kavanaugh, sem Donald Trump hefur tilnefnt til Hæstaréttar Bandaríkjanna, mætti á fund dómsmálanefndar öldungardeildar Bandaríkjaþings. Framtíð Rod Rosenstein aðstoðardómsmálaráðherra er einnig óljós eftir kaldhæðnislegt spaug. Þá var rætt um stöðuna í Brexit viðræðunum og hina svokölluðu „Kanadísku leið“ sem margir vilja fara núna. Haldið er áfram að fylgjast með nýjustu vendingunum í stjórnarmyndunarviðræðum í Svíþjóð og á Grænlandi en illa gengur að mynda meirihluta í löndunum. Í lok þáttarins er farið yfir forsetakosningarnar á Maldíveyjum.
Veraldarvarpið er í boði Hringdu.
Kjarninn í samstarfi við Storytel bíður þér að hlusta frítt á þúsundir hljóðbóka í símanum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.storytel.is/kjarninn og byrja að njóta. Storytel.is, þúsundir hljóðbóka í símanum þínum.