Hvað þarf til að ala upp einstakling? Boð og bönn? Reglur? Í Koma svo! er rætt við einstaklinga sem vinna við eða koma á einhvern hátt að málefnum barna og unglinga. Umsjónarmaður Koma svo! er Héðinn Sveinbjörnsson sem hefur langan feril að baki í vinnu með alls konar fólki og faðir tvíbura í framhaldsskóla.
Í fimmta þætti Koma svo! er rætt við Guðmundu Smára Veigarsdóttur, sem fann tilganginn og meiningu með lífinu eftir að hafa kynnst ungliðahreyfingu Samtakanna 78. Héð starfar sem sjálfboðaliði í Hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna 78 og frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar þar sem reynslunni er miðlað til þeirra sem eru að fóta sig í þessari, á stundum, grimmu veröld.