Koma svo! - Ræktaðu garð ... nei, geðið þitt

Hvað þarf til að ala upp ein­stak­ling? Boð og bönn? Regl­ur? Í Koma svo! er rætt við ein­stak­linga sem vinna við eða koma á ein­hvern hátt að mál­efnum barna og ung­linga. Umsjón­ar­maður Koma svo! er Héð­inn Svein­björns­son sem hefur langan feril að baki í vinnu með alls konar fólki og faðir tví­bura í fram­halds­skóla.

Í 24. þætti Koma svo! er rætt við Héð­inn Unn­steins­son, íþrótta- og grunn­skóla­kenn­ara og stefnu­mót­un­ar­sér­fræð­ing, um geð­rækt. Farið er um víðan völl um geð­heil­brigði, reynslu Héð­ins af kerf­inu og hver staða mála er í dag.

Auglýsing