Hvað þarf til að ala upp einstakling? Boð og bönn? Reglur? Í Koma svo! er rætt við einstaklinga sem vinna við eða koma á einhvern hátt að málefnum barna og unglinga. Umsjónarmaður Koma svo! er Héðinn Sveinbjörnsson sem hefur langan feril að baki í vinnu með alls konar fólki og faðir tvíbura í framhaldsskóla.
Í sjötta þætti Koma svo! er rætt við Arnar Hólm Einarsson, áhugamann um rafíþróttir og meistaranema í tómstunda- og félagsmálafræði. Eru tölvuleikir bölvun mannkyns eða iðnaður sem við eigum að taka alvarlega? Eigum við að hræðast þennan iðnað eða taka honum með opnum huga?