Hvað þarf til að ala upp einstakling? Boð og bönn? Reglur? Í Koma svo! er rætt við einstaklinga sem vinna við eða koma á einhvern hátt að málefnum barna og unglinga. Umsjónarmaður Koma svo! er Héðinn Sveinbjörnsson sem hefur langan feril að baki í vinnu með alls konar fólki og faðir tvíbura í framhaldsskóla.
Í áttunda þætti Koma svo! er rætt við Fríðu Bjarneyju Jónsdóttur, deildarstýru Nýsköpunarmiðju skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, um menntamál og Menntastefnu Reykjavíkurborgar "Látum draumana rætast". Hvaða tækifæri liggja í kraftmiklu skóla- og frístundastarfi þar sem börn og unglingar öðlast menntun og reynslu til að láta drauma sína rætast og hafa jákvæð áhrif á umhverfi og samfélag? Einnig er fjallað um áhrifavalda sem marka sín spor á okkur sem manneskjur og veita okkur hvatningu inn í lífið.