Hvað þarf til að ala upp einstakling? Boð og bönn? Reglur? Í Koma svo! er rætt við einstaklinga sem vinna við eða koma á einhvern hátt að málefnum barna og unglinga. Umsjónarmaður Koma svo! er Héðinn Sveinbjörnsson sem hefur langan feril að baki í vinnu með alls konar fólki og faðir tvíbura í framhaldsskóla.
Í tíunda þætti Koma svo! er rætt við Eddu Arndal, forstöðukonu hjá Pieta samtökunum um ævintýraþrá, menntun og um ljósið í lífinu. Allir skipta máli og við verðum að skoða fílinn frá öllum hliðum.