Hvað þarf til að ala upp einstakling? Boð og bönn? Reglur? Í Koma svo! er rætt við einstaklinga sem vinna við eða koma á einhvern hátt að málefnum barna og unglinga. Umsjónarmaður Koma svo! er Héðinn Sveinbjörnsson sem hefur langan feril að baki í vinnu með alls konar fólki og faðir tvíbura í framhaldsskóla.
Í sextánda þætti Koma svo! er rætt við Þorkel Mána Pétursson, fyrst og fremst föður en líka markþjálfa og útvarpsmann, um börnin, greiningar og kerfið. Er eðlilegt að það sé 12-18 mánaða biðtími að komast á námskeið en ef 70 þúsund krónur eru í veskinu þá tekur það viku bið? Hvað gerist á þeim tíma sem er verið að bíða, missum við þessi börn og ungmenni í meira rugl? Er okkur alveg sama?