Hvað þarf til að ala upp einstakling? Boð og bönn? Reglur? Í Koma svo! er rætt við einstaklinga sem vinna við eða koma á einhvern hátt að málefnum barna og unglinga. Umsjónarmaður Koma svo! er Héðinn Sveinbjörnsson sem hefur langan feril að baki í vinnu með alls konar fólki og faðir tvíbura í framhaldsskóla.
Í sautjánda þætti Koma svo! er rætt við Kolbrúnu Þorbjörgu Pálsdóttur, dósent og forseta Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Þverfaglegt samstarf fagaðila sem vinna með börnum og ungingum, betra fyrir alla? Hvaða sóknarfæri liggja í slíku samstarfi?