Hvað þarf til að ala upp einstakling? Boð og bönn? Reglur? Í Koma svo! er rætt við einstaklinga sem vinna við eða koma á einhvern hátt að málefnum barna og unglinga. Umsjónarmaður Koma svo! er Héðinn Sveinbjörnsson sem hefur langan feril að baki í vinnu með alls konar fólki og faðir tvíbura í framhaldsskóla.
Í tuttugasta þætti Koma svo! er rætt við Sigurþóru Bergsdóttur, móður, vinnusálfræðing og framkvæmdastjóra Bergsins Headspace um tímann sem er liðinn frá því að sonur hennar tók sitt eigið líf eftir mikla vanlíðan og erfiðleika.