Hvað þarf til að ala upp einstakling? Boð og bönn? Reglur? Í Koma svo! er rætt við einstaklinga sem vinna við eða koma á einhvern hátt að málefnum barna og unglinga. Umsjónarmaður Koma svo! er Héðinn Sveinbjörnsson sem hefur langan feril að baki í vinnu með alls konar fólki og faðir tvíbura í framhaldsskóla.
Í 22. þætti Koma svo! er rætt við Þuríði Sigurðardóttur, félagsráðgjafa og verkefnastjóra TINNU, þar sem markmiðið er að styðja unga einstæða foreldra sem hafa nýtt sér fjárhagsaðstoð til framfærslu hjá Þjónustumiðstöð Breiðholts og búa í Breiðholti. Takmarkið er að börn fátækra foreldra verði ekki fátækir foreldrar síðar meir.