Koma svo! - Ha! Ester? Nei, TINNA!

Hvað þarf til að ala upp ein­stak­ling? Boð og bönn? Regl­ur? Í Koma svo! er rætt við ein­stak­linga sem vinna við eða koma á ein­hvern hátt að mál­efnum barna og ung­linga. Umsjón­ar­maður Koma svo! er Héð­inn Svein­björns­son sem hefur langan feril að baki í vinnu með alls konar fólki og faðir tví­bura í fram­halds­skóla.

Í 22. þætti Koma svo! er rætt við Þur­íði Sig­urð­ar­dótt­ur, félags­ráð­gjafa og verk­efna­stjóra TINNU, þar sem mark­miðið er að styðja unga ein­stæða for­eldra sem hafa nýtt sér fjár­hags­að­stoð til fram­færslu hjá Þjón­ustu­mið­stöð Breið­holts og búa í Breið­holti. Tak­markið er að börn fátækra for­eldra verði ekki fátækir for­eldrar síðar meir.

Auglýsing