Hvað þarf til að ala upp einstakling? Boð og bönn? Reglur? Í Koma svo! er rætt við einstaklinga sem vinna við eða koma á einhvern hátt að málefnum barna og unglinga. Umsjónarmaður Koma svo! er Héðinn Sveinbjörnsson sem hefur langan feril að baki í vinnu með alls konar fólki og faðir tvíbura í framhaldsskóla.
Í 24. þætti Koma svo! er rætt við Héðinn Unnsteinsson, íþrótta- og grunnskólakennara og stefnumótunarsérfræðing, um geðrækt. Farið er um víðan völl um geðheilbrigði, reynslu Héðins af kerfinu og hver staða mála er í dag.