Í Aðför vikunnar beina Magnea og Guðmundur sjónum sínum að einum áhrifamesta urbanista allra tíma, rithöfundinum og aktivistanum Jane Jacobs.
Þeir sem ekki þekkja til Jane og verka hennar eru eindregið hvattir til að lesa burðarverk hennar, The Death and Life of Great American Cities sem kom út árið 1961 og er skyldulesning fyrir alla borgarunnendur. Jane skrifaði einnig fleiri bækur og greinar og stóð fyrir mótmælum, bæði í New York og Toronto sem björguðu fjölmörgum svæðum í þessum frábæru borgum frá miskunnarlausum einkabílisma fyrri tíma.
Þáttur vikunnar er sá fyrri af tveimur um Jane Jacobs en í næstu viku verður fjallað um þá gagnrýni sem hún hefur hlotið í gegnum tíðina en í borgarfræðum er framlag hennar sveipað slíkum dýrðarljóma að mörgum þykir nóg um.