„Borgin er eitt merkilegasta sköpunarverk mannsins. Það er hins vegar ein af ráðgátum borganna að þótt þær séu alfarið sköpunarverk mannanna láta þær ekki fullkomlega að stjórn. Það hefur sýnt sig að stórtækar skipulagsáætlanir settar fram í nafni umbóta geta haft ófyrirséð og neikvæð áhrif á borgarlífið. Þær geta skorið í sundur hinn flókna vef borganna þar sem öllu ægir saman og allt er á einhvern hátt tengt.“
Svo hljóðar fyrsta málsgrein splunkunýrrar bókar Hjálmars Sveinssonar og Hrundar Skarphéðinsdóttur sem ber heitið Borgin – heimkynni okkar. Í Aðför vikunnar í Hlaðvarpi Kjarnans ræða Magnea og Guðmundur við Hjálmar um bókina, tilurð hennar og borgarmálin í víðu samhengi. Óhætt er að segja hér sé um að ræða jólabókina í ár en hún kemur í verslanir á allra næstu dögum.