Í vikunni sem leið kom fram það sem mætti kalla aðför að almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu.
Tveir skipulagsmenn með áratuga reynslu hafa látið í sér heyra að undanförnu og varið bílaborgina Reykjavík með kjafti og klóm. Gagnrýni þeirra beinist öðru fremur að almenningssamgöngum og fyrirhugaðri Borgarlínu og hefur fullyrðingaflaumurinn farið fram víða á öldum ljósvakans. Jafnframt sendu þeir bréf á öll sveitarfélög þar sem 8 fullyrðingar eru settar fram sem þarfnast nánari skoðunar.
Aðförin fagnar frekari umræðu um Borgarlínuna og fékk í lið með sér Lilju G. Karlsdóttur umferðarverkfræðing til að fara yfir málið. Lilja starfar meðal annars við undirbúning Borgarlínunnar og hefur víðtæka reynslu af sambærilegum verkefnum erlendis frá.