Kringlan er Íslendingum að góðu kunn og hefur Kringlusvæðið lengi verið ein af þungamiðjum verslunar, þjónustu, afþreyingar og menningar à höfuðborgarsvæðinu.
Gangi skipulagstillögur eftir mun svæðið taka miklum breytingum á næstu árum en niðurstöður úr samkeppni á síðasta ári sýna spennandi hugmyndir, m.a. þéttingu byggðar, blandaða starfsemi, tengingu við nálæg hverfi og borgarlínu í samræmi við Aðalskipulag Reykjavíkur.
Aðförin fékk Friðjón Sigurðarson framkvæmdastjóra þróunarsviðs hjá Reitum til að fara yfir málin. Hann kom einnig inn á áhugaverða sögu Kringlunnar og stöðu verslunar í dag með tilkomu nýrrar tækni og hugmynda.
Hægt er að sjá vinningstillögu Kanon arkitekta hér.