Fyrsta skóflustungan að nýju þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut var tekin síðastliðinn laugardag. Þar með hefst uppbygging á nýju borgarhverfi og fimm þeirra bygginga sem eiga að rísa verður lokið við fyrir árið 2024 ef áætlanir ganga eftir. Fyrsti áfanginn og sá stærsti er svokallaður meðferðarkjarni sem gegnir lykilhlutverki í starfsemi spítalans. Gunnar Svavarsson framkvæmdarstjóri verkefnisins og Sigríður Sigþórsdóttir einn arkitekta verkefnisins mættu í þáttinn og sögðu okkur allt það helsta um verkefnið framundan. Áhugasamir geta kynnt sér verkefnið nánar hér.
Aðförin er hlaðvarpsþáttur um skipulagsmál. Umsjón með þættinum annast Magnea Guðmundsdóttir arkitekt og Birkir Ingibjartsson arkitekt.
Kjarninn í samstarfi við Storytel bíður þér að hlusta frítt á þúsundir hljóðbóka í símanum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.storytel.is/kjarninn og byrja að njóta. Storytel.is, þúsundir hljóðbóka í símanum þínum.