Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Borgþór Arngrímsson les pistil sinn um hótellið á hafsbotni sem birtist fyrst á Kjarnanum í maí 2021.
Í þáttunum Eitt og annað ... einkum danskt les Borgþór pistla sína sem notið hafa vinsælda á Kjarnanum í gegnum tíðina.