Ríkir friður inni á heimilum barna á Íslandi? Hvaða úrræði eru fyrir börn sem búa við óöryggi, ofbeldi eða vanrækslu? Hvaða áhrif hefur COVID-19 haft á öryggi barna á Íslandi? Hvernig getur fólk hjálpað?
Í þessum þætti ræðir Margrét Marteinsdóttir við Birnu Þórarinsdóttur, framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi, Hlín Sæþórsdóttur, félagsráðgjafa hjá barnavernd Reykjavíkur, Heiðu Björgu Pálmadóttur forstjóra Barnaverndarstofu, Önnu Elísabetu Ólafsdóttur, verkefnastjóra innleiðingar Barnasáttmálans og Önnu Eygló Karlsdóttur, deildarstjóra barnaverndar hjá Kópavogsbæ.
Þátturinn er hluti af Friðardögum í Reykjavík 2020: Er friðurinn úti? sem haldnir eru á vegum Höfða friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands, í samstarfi við UNICEF á Íslandi, UN Women á Íslandi, Félag Sameinuðu þjóðanna og utanríkisráðuneytið.
Umsjónarmaður þáttanna er Margrét Marteinsdóttir, fjölmiðlakona.