Einn fremsti dansari þjóðarinnar, Aðalheiður Halldórsdóttir, er viðmælandi Grettis í Grettistaki í dag. Hún hefur dansað í íslenska dansflokknum síðan árið 2003. Grettir er forvitinn um dans og biður Aðalheiði að útskýra fyrir sér líf dansarans, hvatninguna og dansinn. Hún útskýrir fyrir Gretti hvernig hægt er að verða einn af fáum atvinnudönsurum hér á landi ásamt því að ræða um listamannlaun og hvernig dansar eru samdir.
Meira handa þér frá Kjarnanum