Enn bætist við fjölbreytta flóru hlaðvarpa sem kemur út undir hatti Kjarnans.
Hefnendurnir, hlaðvarpsþættir í umsjón Hugleiks Dagssonar skrípateiknara og Jóhanns Ævars Grímssonar, þróunarstjóra hjá Saga Film, hafa flutt sig um set og verða héðan í frá hluti af Hlaðvarpi Kjarnans. Fyrsti þáttur þeirra á nýjum vettvangi fór í loftið í dag og verða þættirnir fastur liður í dagskrá hlaðvarpsins héðan í frá á þriðjudögum klukkan 11.
Þættirnir hófu göngu sína árið 2014 á Alvarpinu og hafa þegar verið gerðir um 150 þættir. Allir þættirnir verða aðgengilegir hjá Kjarnanum.
Umsjónarmenn lýsa Hefnendunum sem popp-kúltúr-nörda-hlaðvarpi. Hugleikur segir að hjá Kjarnanum hafi Hefnendurnir aðgang að betri græjum og betra útsýni. „Þetta er eins og þegar Avengers fluttu úr Avengers Mansion yfir í Avengers Tower.“
Hægt er að skoða Facebook-síðu Hefnendanna hér.
Hefnendurnir CXLIX - General Meryl
Ævorman og Hulkleikur vígja nýja aðstöðu í Hefnendaturninum með tuði um finnskar/írskar/íslenskar kveðjur, áfengiverslanir og barnaheimili í Enterprise, Berry-kisuna vs Leto-jókerinn og að lokum telja þeir upp besta sjónvarp 2017
Hefnendurnir eru í boði nexus. Nexus: Resistance is futile.