Hefnendurnir hefja leik í hlaðvarpi Kjarnans

Enn bæt­ist við fjöl­breytta flóru hlað­varpa sem kemur út undir hatti Kjarn­ans.

Hefn­end­urn­ir, hlað­varps­þættir í umsjón Hug­leiks Dags­sonar skrípa­teikn­ara og Jóhanns Ævars Gríms­son­ar, þró­un­ar­stjóra hjá Saga Film, hafa flutt sig um set og verða héðan í frá hluti af Hlað­varpi Kjarn­ans. Fyrsti þáttur þeirra á nýjum vett­vangi fór í loftið í dag og verða þætt­irnir fastur liður í dag­skrá hlað­varps­ins héðan í frá á þriðju­dögum klukkan 11.

Þætt­irnir hófu göngu sína árið 2014 á Alvarp­inu og hafa þegar verið gerðir um 150 þætt­ir. Allir þætt­irnir verða aðgengi­legir hjá Kjarn­anum.

Umsjón­ar­menn lýsa Hefn­end­unum sem popp-kúlt­úr-nör­da-hlað­varpi. Hug­leikur segir að hjá Kjarn­anum hafi Hefn­end­urnir aðgang að betri græjum og betra útsýni. „Þetta er eins og þegar Aven­gers fluttu úr Aven­gers Mansion yfir í Aven­gers Tower.“

Hægt er að skoða Face­book-­síðu Hefn­end­anna hér.

Hefn­end­urnir CXLIX - General Meryl

Ævorman og Hul­k­leikur vígja nýja aðstöðu í Hefn­enda­turn­inum með tuði um finnskar/írskar/­ís­lenskar kveðj­ur, áfengi­versl­anir og barna­heim­ili í Enter­prise, Berry-kis­una vs Leto-jó­ker­inn og að lokum telja þeir upp besta sjón­varp 2017 Hefn­end­urnir eru í boði nex­us. Nex­us: Res­istance is futile.

Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022