Bryndís Eva Ásmundsdóttir, kennari og pistlahöfundur á Kjarnanum, er gestur Hismisins þessa vikuna. Farið er yfir hvernig Joe and the Juice-væðingin hefur náð til veitinga- og skemmtistaða og hversu sjaldgæft það er að lenda á lífsleiðum barþjón eða afgreiðslumanni nú til dags eftir að ungir drengir með tattúermi og æfðan corporate-hressleika tóku yfir þjónustustörf hér á landi. Einnig er rætt um skipbrot Pizza 67, upprisu Helga Björns og hávaxna unglinga.