Sjónvarpskonan Una Sighvatsdóttir á Stöð 2 er gestur Árna og Grétars í Hisminu að þessu sinni. Auk þess að ræða hvort beinar útsendingar séu að verða of algengar er farið yfir celeb-status fréttamanna og hvort einhver hlusti á næturfréttir á RÚV. Þá kvikna tvær viðskiptahugmyndir í þættinum, annars vegar að búa til template fyrir íslenska spennusögu/þáttaröð með fráskilda lögreglumanninum sem er samt góð lögga, vondum valdamönnum sem níðast á konum og mikið af íslensku óveðri. Hins vegar að breyta stórri vöruskemmu í einhverju íslensku úthverfi, t.d Smiðjuhverfinu í Kópavogi, í sandströnd með sólarlömpum þar sem hægt væri að detta inn eftir vinnu og Tenerife-a sig í tvo tíma.