Daníel Rúnarsson, frumkvöðull og íþróttafréttamaður, er gestur Hismisins að þessu sinni. Farið er yfir stöðu strætóbílstjóra sem hafa átt undir högg að sækja og hvort það þurfi ekki að hipster-væða strætó aðeins, grjótharða hafnarverkamenn sem deila við stjórnendur Rio Tinto og þá stórfrétt að ÍNN sé til sölu og hver sé rétti maðurinn til að kaupa stöðina og taka við keflinu af Ingva Hrafni. Þá er vönduð yfirferð um heiðarlega matseld í síðasta vígi raunhagkerfisins á höfuðborgarsvæðinu, Höfðunum, en þar er Daníel á heimavelli.