Jóhann Alfreð Kristinsson grínisti og spámaður er gestur Hismisins og Grétar er með í gegnum Skype (à la Ingvi Hrafn á Flórída) en hann er staddur í Las Vegas í vinnuerindum. Farið er yfir atburði vikunnar, þar sem framboð Ólafs Ragnars og Texas-Magga báru vitaskuld hæst. Þá er rætt um hvort möguleg lausn á deilum um áfengisfrumvarpið og lögleiðingu spilavíta sé að Vestmannaeyjar myndu leyfa þetta sem "Vegas Íslands" og hvort það gæti réttlætt göng til Eyja. Þá fer Grétar yfir reynslu sína af Uber og nýja gerð leigubílstjóra sem bjóða farþeganum vatn og eru ekki með stillt á Útvarp Sögu.