Stefán Hilmarsson söngvari er gestur síðasta Hismis vetrarins. Farið er yfir óþjál heiti á ryksugum og sjónvarpstækjum, valdaójafnvægið á bílaverkstæðum, forsetaslaginn og hvort 90's-Davíð sé kominn aftur, hvað þýski bankinn Hauck & Aufhäuser á sameiginlegt með Milli Vanilli, deyjandi sjoppumenningu og spilakassa og mikilvægi þess fyrir stjórnmálamenn að vita alltaf hvað mjólkurlíterinn kostar. Fáir Íslendingar hafa kynnst matarmenningu landsbyggðarinnar betur en Stefán og hann fer yfir heiðarlegustu máltíðirnar sem hann hefur kynnst um ævina.