Fjórða season Hismisins rúllar af stað í dag. Eftir stífa stefnumótunarvinnu í sumar hafa stjórnendur þáttarins ákveðið að gefa sjálfum sér meira vægi en leita í smiðju Reykjavík Síðdegis og hringja í viðmælendur víðs vegar um landið. Viðmælandi fyrsta þáttarins er Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax, og færir hann fréttir úr raunhagkerfinu.
Farið er yfir endalok Plain Vanilla, sem var á engan hátt líkt hinu klassíska íslenska frystihúsagjaldþroti heldur bara frábær tímamót miðað við ummæli starfsmanna PV á samfélagsmiðlum. Þá rifjar Árni upp 40 tíma strangheiðarlegt ferðalag til Parísar á EM í sumar með Gaman ferðum þar sem Þór Bæring fararstjóri setti ný viðmið í krísustjórnun.