Hismið býður upp á kosningabombu í dag og fer yfir stöðuna með Andrési Jónssyni almannatengli. Farið er yfir hvernig flokkarnir hafa spilað baráttuna, hvað sé líklegt að gerist í stjórnarmyndunarviðræðum og því hent fram að Sigmundur Davíð sé rétt að byrja sína pólitísku ævi og eigi örugglega eftir að setjast í og hrökklast úr stól forsætisráðherra að minnsta kosti 3–4 sinnum næstu 30 árin. Þá eru gömul og klassísk kosningalög rifjuð upp, þar á meðal Framsóknar-Halo og óður Guðmundar Steingrímssonar og Róberts Marshalls til Samfylkingarinnar.
Meira handa þér frá Kjarnanum